Erlent

Innflytjandi í jafnréttismálin

Manuela Ramin-Osmundsen
Manuela Ramin-Osmundsen
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í gær. Hann skipti út þremur ráðherrum. Mesta athygli vekur að Manuela Ramin-Osmundsen, sem er upprunalega frá frönsku Karíbahafseynni Martinique, verður nýr ráðherra barna- og jafnréttismála.

Karita Bekke­mellom víkur fyrir Ramin-Osmundsen, Öystein Djupedal fer úr menntamálaráðuneytinu og Helen Björnöy úr umhverfisráðuneytinu, að því er Aftenposten.no greinir frá.

Tora Aasland og Bård Vegar Solhjell skipta með sér menntamálaráðuneytinu. Erik Solheim þróunarmálaráðherra bætir á sig umhverfismálunum.- aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×