Erlent

Persson viðurkennir að hafa brotið lög

MYND/SDA

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur viðurkennt að hafa brotið lög við byggingu herragarðs í austurhluta Svíþjóðar. Fram kemur á vef Svenska Dagbladet að Persson hafi hingað til neitað að hafa brotið lög en viðurkennir nú að hafa ekki tilkynnt um byggingu herragarðsins til sveitarfélagsins og að hafa ekki lagt fram öryggisáætlun á byggingarstað eins og lög kveða á um.

Með því viðurkenna brotin sleppur Persson við að vera dreginn fyrir dóm en í staðinn verður hann sektaður um litla fjárhæð. Persson hefur ekki viljað útskýra hvers vegna hann skipti um skoðun og viðurkenndi sök í málinu.

Persson, sem er fyrrverandi leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, hætti nýverið á þingi og tók við starfi sem almannatengill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×