Erlent

Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu

Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín. Verið er að flytja matvæli, drykkjarvatn og lyf á svæðin en erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og óttast er að hitabeltissjúkdómar breiðist út. Talið er að hátt í þrjátíu milljónir manna hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum í Indlandi, Bangladesh og Nepal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×