Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að brasilíski snillingurinn Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum áður en tímabilið byrjar á Ítalíu. Ronaldo hefur verið meiddur síðan í lok síðasta tímabils og hefur ekki tekið þátt í neinum leikjum á undirbúningstímabili liðsins.
„Ronaldo verður tilbúinn fyrir fyrsta leik tímabilsins," segir Ancelotti. Hann staðfesti einnig að framherjinn Alberto Gilardino muni leika í æfingaleiknum gegn Betis á morgun, en það verður hans fyrsti leikur síðan hann gekkst undir aðgerð á hné.