Erlent

Breska herliðið fer frá Basra

Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá því í gær að breska herliðið í Basra í Írak væri byrjað að yfirgefa borgina. Þegar brott­flutningnum er lokið verða allir breskir hermenn farnir frá suðurhluta Íraks.

„Það hefur alltaf verið ætlun okkar að kalla hermenn okkar burt frá Basra þegar íraski herinn og lögreglusveitir væru orðnar færar um að hafa stjórn á ástandinu,“ sagði talsmaður Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Um það bil 550 breskir hermenn, sem hafa verið í Basra, voru í gær að flytja sig yfir í herbúðir í útjaðri borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×