Erlent

Mótmæli gegn myndbirtingu

Um 200 manns kröfðust afsökunarbeiðni frá ritstjórninni.
Um 200 manns kröfðust afsökunarbeiðni frá ritstjórninni. AFP

Hundruð múslíma efndu til mótmæla í Svíþjóð í gær gegn dagblaðinu Nerikes Allehanda, sem gefið er út í Örebro, vegna þess að blaðið birti skopteikningu af Múhameð spámanni.

Múslímarnir söfnuðust saman fyrir utan ritstjórnarskrifstofur blaðsins, en áður höfðu múslímar í Pakistan og Íran efnt til mótmæla gegn birtingu teikninganna í Svíþjóð.

Í uppsiglingu virðist svipuð deila og varð um skopteikningar af Múhameð, sem birtust í danska dagblaðinu Jyllandsposten á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×