Erlent

Segir af sér eftir kynlífsskandal

 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Larry Craig sagði af sér í gær í kjölfar handtöku fyrir að falast eftir kynmökum við óeinkennisklæddan lögreglumann á baðherbergi flugvallar.

„Ég biðst afsökunar á því sem ég hef gert,“ sagði Craig, sem hefur verið þingmaður repúblikana í Idaho í rúman aldarfjórðung. Eftir handtökuna hafði hann ekki viljað biðjast afsökunar. „Ég er ekki samkynhneigður og hef aldrei verið það,“ lýsti hann yfir. Hann sagðist hafa játað á sig verknaðinn og leynt honum frá vinum og fjölskyldu „í von um að þetta mundi allt líða hjá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×