Erlent

Tveir menn af tíu látnir lausir

Anna Politkovskaja
Anna Politkovskaja

Tveir af mönnunum tíu, sem handteknir voru í Rússlandi í tengslum við morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju, hafa verið látnir lausir. Báðir eru þeir lögreglumenn. Auk þess liggur þriðji maðurinn, sem er leyniþjónustumaður, ekki lengur undir grun í málinu.

Þessi þróun mála þykir ýta undir efasemdir um að saksóknarinn í Moskvu hafi verið eins langt kominn með að leysa málið og látið var í veðri vaka þegar yfirlýsing um handtöku tíu manna var gefinn á mánudag fyrir tæpri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×