Erlent

Fyrirgefið að mér var rænt

Einn Suður-Kóreubúanna nítján sem voru í haldi talibana þar til nýlega hefur beðist afsökunar á fyrirhöfninni sem mannránið olli. „Ég get ekki sofið af áhyggjum vegna vandræðanna sem sköpuðust vegna okkar. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann í viðtali.

Öllum gíslunum var sleppt á þriðjudag eftir að samningar tókust milli ríkisstjórnar Suður-Kóreu og talsmanna talibana. Meðal skilyrða fyrir frelsi gíslanna var að Suður-Kórea drægi her sinn til baka úr Afganistan fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×