Kraftlyftingamaður handtekinn vegna sterasmygls 3. febrúar 2007 18:47 Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins var handtekinn í gær vegna innflutnings á þrjátíu þúsund skömmtum af sterum. Á aðalfundi sambandsins í gærkvöld hætti hann í félaginu. Fíkniefnalögreglan hefur aldrei áður lagt hald á jafn mikið magn af sterum en innflutningur þeirra varðar ekki við fíkniefnalöggjöf heldur lyfjalög. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í gærdag hald á um 30 þúsund skammta af sterum á nokkrum stöðum í borginni. Lögregla hefur aldrei tekið jafnmikið af sterum en efnin voru í töflum og fljótandi formi. Maður á fimmtugsaldri var handtekinn vegna málsins en hluti efnanna fannst á heimili hans. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, var maðurinn sem handtekinn yfirheyrður og svo sleppt þar sem ekki þótti ástæða til að halda honum. Ásgeir segir að það liggi ekki fyrir hvort fleiri hafi verið tengdir málinu en töflunar hafi líklega verið ætlaðar til sölu hér á landi. Maðurinn sem var handtekinn var frammámaður innan Kraftlyftingasambandsins, Krafti, en sambandið hélt Íslandsmót í bekkpressu í dag. Aðalfundur Krafts var í gærkvöld og hætti viðkomandi maður bæði í ábyrgðasatarfi fyrir félagið og í Krafti. Ný yfirstjórn tók við á aðalfundi í gærkvöld og segir Guðjón Hafliðason, einn nýkjörinna stjórnarmanna, að þetta mál snerti ekki Kraft með neinum hætti, hvorki stjórn félagsins né núverandi félagsmenn og sé heilbrigði í öndvegi innan Krafts. Steranotkun getur haft afar slæmar afleiðingar, ekki síst fyrir hjarta og æðakerfið. Þá benda nýjar rannsóknir til þess að steranotkun eyði heilafrumum í stórum stíl. Auk þess getur steranokun haft alvarleg geðræn áhrif, valdið þunglyndi og sturlun. Þrátt fyrir mögulega alvarlegar afleiðingar steranotkunar varðar sterasmygl ekki við fíkniefnalögfjöf heldur lyfjalög. Vegna þessa eru refsingar vegna sterasmygls fremur vægar en hámarksrefsing vegna brota á lyfjalögum eru tveggja ára fangelsi. Ásgeir Karlsson hjá fíkniefanlögreglunni segir það augljóst athugunarefni hvort ekki eigi að endurskoða þennan refsiramma.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira