Erlent

Hótar að fresta knattspyrnuleikjum ótímabundið vegna óláta

Angelo Massimino völlurinn á Sikiley, heimavöllur Catania þar sem átökin áttu sér stað í gær.
Angelo Massimino völlurinn á Sikiley, heimavöllur Catania þar sem átökin áttu sér stað í gær. MYND/AP

Ítalska knattspyrnusambandið hefur hótað því að fresta öllum knattspyrnuleikjum í ótilgreindan tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í gær í tengslum við átök milli hópa áhangenda sikileysku liðanna Catania og Palermo.

Eftir því sem ítalskir miðlar greinar frá fékk lögreglumaðurinn sprengju í andlitið þegar hann reyndi að stilla til friðar milli fylkinganna eftir leikinn í gær. Þá liggur annar lögreglumaður þungt haldinn á spítala eftir átök gærkvöldsins. Auk þess er talið að um 70 manns til viðbótar hafi slasast.

Öllum leikjum í tveimur efstu deildum ítalska boltans sem fram áttu fara um helgina hefur verið frestað vegna dauða lögreglumannsins og sömuleiðis vináttuleik heimsmeistara Ítala og Rúmena sem fram átti að fara á miðvikudag.

Leik Catania og Palermo var frestað um stund þegar hálftími var eftir af honum eftir að táragas, sem lögregla notaði til þess að stía fylkingunum í sundur fyrir utan völlinn, barst inn á hann. Hann hélt svo áfram hálftíma síðar. Palermo vann 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×