Erlent

Skipt um rafhlöður í Dick Cheney

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna. Tilbúinn í slaginn enda kominn með nýjar rafhlöður.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna. Tilbúinn í slaginn enda kominn með nýjar rafhlöður. MYND/AFP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, gekk undir uppskurð í dag þar sem skipt var um rafhlöður í gangþráð hans. Aðgerðin fór fram á George Washington háskólasjúkrahúsinu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og þótti takast vel.

Dick Cheney yfirgaf spítalann skömmu eftir að uppskurðinum lauk. Cheney hefur lengi átt við hjartavandamál að stríða og hefur fjórum sinnum fengið hjartaáfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×