Erlent

Grunur um mannát í Vín

Frá vettvangi Sjónvarpsmyndatökumaður við glugga á húsinu þar sem glæpurinn var framinn.
Frá vettvangi Sjónvarpsmyndatökumaður við glugga á húsinu þar sem glæpurinn var framinn. AP

Lögregla í Vínarborg greindi frá því í gær að hún væri að yfirheyra mann sem grunaður er um að hafa myrt annan heimilislausan mann og hugsanlega lagt sér innyfli hans til munns.

Hinn grunaði, sem aðeins er lýst sem nítján ára gömlum Þjóðverja, er grunaður um að hafa höfuðkúpubrotið fórnarlambið með tíu kílóa þungu lóði og opnað síðan brjóstkassa þess með vasahníf. Hinn grunaði var blóðugur um munninn er hann var handtekinn og diskur með hráum innyflum fannst í íbúðinni, sem er neyðarskýli fyrir heimilislausa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×