Erlent

Ópíumrækt eykst stjórnlaust

Afganskir fíklar neyta heróíns í borginni Ghazni.
Afganskir fíklar neyta heróíns í borginni Ghazni. AP

Ópíumrækt í Afganistan hefur stóraukist á árinu. Milljarða Bandaríkjadala velta er af viðskiptum með uppskeruna, sem notuð er til heróínframleiðslu. Þeir sem reka þessi viðskipti eru talibanar og spilltir embættismenn ríkisstjórnar Hamids Karzais forseta. Þetta er fullyrt í nýrri skýrslu Eiturlyfja- og glæpastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNODC.

Að sögn skýrsluhöfunda er ópíum nú ræktað á 193.000 hektörum lands í Afganistan, sem er 17 prósent aukning frá fyrra ári, og þar eru framleidd 93 prósent af heimsframleiðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×