Erlent

Lögregla viðurkenni mistök

Martti Ahtisaari ósáttur við finnsku öryggislögregluna.
Martti Ahtisaari ósáttur við finnsku öryggislögregluna. AFP

Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, sagði í gær að öryggislögreglu landsins hefði væntanlega orðið á mistök er hún sakaði fyrrverandi aðstoðarmann sinn um njósnir fyrir austur-þýsku leyniþjónustuna Stasi á áttunda áratugnum, og ætti að gangast við þeim.

Alpo Rusi, sem var ráðgjafi Ahtisaaris í utanríkismálum í forsetatíð hans 1994-1999, hefur haldið fram sakleysi sínu og fer fram á andvirði 44 milljóna króna í miskabætur eftir rannsókn öryggislögreglunnar á sér, en mikið mál var gert úr rannsókninni í finnskum fjölmiðlum. Hann var aldrei ákærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×