Erlent

Reyndir íhaldsmenn taka við

Ný stjórn Shinzo Abe ásamt nýjum ráðherrum í gær.
Ný stjórn Shinzo Abe ásamt nýjum ráðherrum í gær. AP

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, stokkaði upp í ríkisstjórninni í gær í því skyni að freista þess að endurheimta fylgi sem stjórnarflokkurinn missti í kosningum sem fram fóru í liðnum mánuði. Hann skipaði reynda íhaldsmenn í nokkur helstu áhrifaembættin í stjórninni og flokksforystunni.

Stuðningur kjósenda við hinn unga Abe hefur hrunið á undanförnum mánuðum í kjölfar mistaka og hneykslismála nokkurra ráðherra. Þrýst var á hann að skipa reynda menn sem nytu virðingar og trausts til að bæta ímynd stjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×