Erlent

Stefnt að kosningum í árslok

Surayud Chulanont. Bráðabirgðaforsætisráðherra Taílands.
Surayud Chulanont. Bráðabirgðaforsætisráðherra Taílands.

Bráðabirgðaforsætisráðherra Taílands, sem skipaður var af herforingjunum sem tóku völdin í landinu í fyrrahaust, lýsti því yfir í gær að halda ætti þingkosningar hinn 23. desember. Áður hafði landskjörstjórnin lagt þessa dagsetningu til. Formleg verður hún fyrst eftir að konungurinn hefur staðfest hana.

Með kosningunum yrði mikilvægt skref stigið í átt að endurreisn lýðræðis í landinu, en jafnframt fela þær í sér hættu á því að fylgismenn Thaksins Shinawatra, forsætisráðherrans fyrrverandi sem herinn steypti í september í nafni þess að uppræta spillingu í landsstjórninni, komist aftur til áhrifa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×