Allar vísbendingar teknar til greina 23. ágúst 2007 06:15 Thomas Grundt Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira