Allar vísbendingar teknar til greina 23. ágúst 2007 06:15 Thomas Grundt Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira
Þjóðverjarnir Thomas Grundt, 24 ára, og Mathias Hinz, 29 ára, komu til Íslands 27. júlí síðastliðinn. Vitað er um ferðir þeirra á tjaldsvæðinu í Laugardal skömmu eftir komuna til landsins en ekkert hefur frést af þeim síðan þá. Um 60 björgunarsveitarmenn af öllu Suðurlandi leituðu mannanna í gær og fínkembdu svæðið í nágrenni Skaftafells. Leitin hefur ekki borið árangur og að sögn lögreglu hafa engar nýjar vísbendingar komið í ljós. Vitað er að mennirnir hugðust skoða Skaftafell og jafnvel stunda ísklifur á jöklunum þar í grennd en þeir eru báðir vanir ísklifrarar. Mánudaginn 30. júlí tóku mennirnir á móti SMS-skilaboðum í síma skammt frá Skaftafelli en ekkert er vitað með vissu um ferðir þeirra síðan þá. Þeir áttu pantað flug heim til Þýskalands hinn 17. ágúst og þegar þeir skiluðu sér ekki í flugið lýsti lögreglan eftir þeim. Formleg leit björgunarsveita hófst síðan á þriðjudag. Fjölmargir hafa haft samband við lögreglu eftir að lýst var eftir mönnunum. Flestir telja sig hafa séð þá í nágrenni Skaftafells eða á Svínafellsjökli um mánaðamótin. Litlar sem engar vísbendingar hafa borist um ferðir mannanna síðan þá og því þótti eðlilegt að miða leitina við það svæði. Mathias Hinz Friðrik Jónas Friðriksson, formaður björgunarfélags Hornafjarðar, segir að þau svæði sem helst komi til greina hafi verið fínkembd í gær. Það er Skaftafellsjökull, Svínafellsjökull, Virkisjökull og fjalllendið þar í kring. Svokallaðir undanfarahópar, skipaðir reyndustu fjallabjörgunarmönnum Landsbjargar, fóru um hættulegustu svæðin en veður hamlaði leit fram eftir degi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um leið og létti til upp úr hádeginu og björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur. Friðrik sagði að bæri leitin ekki árangur væri stefnt að stórleit á laugardag með aðstoð allt að 400 björgunarsveitarmanna. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allar vísbendingar séu teknar til greina við leitina. Lögreglan hafi rætt við skálaverði, leiðsögumenn og rútubílstjóra auk þess sem rennt hafi verið í gegnum gestabækur á ferðamannastöðum. Þá hafa upplýsingar frá þýskum miðli verið teknar til skoðunar en sá hefur oft aðstoðað lögregluna þar í landi í málum sem þessum. „Leitarfræðin segja okkur að útiloka ekki vísbendingar af þessu tagi svo lengi sem þær eru í samræmi við annað sem við vitum,“ segir Ólöf en miðillinn gaf lýsingu af stað sem á vel við jökulsporðinn í nágrenni Skaftafells þar sem björgunarsveitarmenn leituðu í gær.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Sjá meira