Íslenski boltinn

Hafþór fótbrotnaði

Hafþór Ægir Vilhjálmsson hefur spilað vel síðan að hann vann sér sæti í byrjunarliði Vals.
Hafþór Ægir Vilhjálmsson hefur spilað vel síðan að hann vann sér sæti í byrjunarliði Vals. Fréttablaðið/Daníel
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, miðjumaður Vals, lenti í hörðu samstuði við Ásgeir Örn Ólafsson, ungan miðjumann KR, strax á 7. mínútu leiksins í gær. Hafþór var borinn útaf og síðar fluttur af vellinum með sjúkrabíl. Við skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að Hafþór er fótbrotinn og verður frá keppni það sem eftir lifir sumars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×