Íslenski boltinn

Enginn úrskurður

Aganefnd og úrskurðar­nefnd KSÍ kom saman í gær en beðið var eftir úrskurði hennar um atburðina á Akranesi í síðustu viku þegar sauð upp úr milli Skagamanna og Keflvíkinga.



Knattspyrnusamband Íslands óskaði eftir greinargerð frá félögunum sem létu stór orð falla í viðtölum eftir leikinn en ákváðu síðan að tjá sig ekki frekar um leikinn þar til að málið yrði tekið fyrir hjá KSÍ. Nefndin gerði hins vegar engar athugasemdir við málið og dæmdi einungis þá leikmenn í eins leiks bann sem fengu rautt spjald í leiknum.



Málið er statt hjá Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og næstu skref í því eru í hans höndum. Þórir lagði ekki greinargerðir félaganna fyrir nefndina að þessu sinni en sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær ætla að taka ákvörðun um framhaldið á allra næstu dögum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×