Íslenski boltinn

Fór út af vegna veikinda

Hafði ekki krafta í leikinn gegn Fylki sökum veikinda.
Hafði ekki krafta í leikinn gegn Fylki sökum veikinda. fréttablaðið/anton

Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn.



„Ég prófaði mig fyrir upphitunina sem ég tók svo þátt í en eftir að leikurinn hófst hafði ég litla krafta. Ég náði eiginlega ekkert að vakna í leiknum. Ég bað því um skiptingu til að setja frískan mann inn. Ég vona þó að ég sé að hressast,“ sagði Rúnar sem er vongóður um að geta leikið með KR-ingum í VISA-bikarnum gegn Val á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×