Íslenski boltinn

„Má ekki missa boltann þarna“

Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum.



„Ég fékk boltann eftir innkastið. Ég er að fara að sparka boltanum yfir til Keflvíkinga þegar ég heyri að Baldur (Sigurðsson) kemur utan í mig. Það fyrsta sem ég hugsa þá að hann má ekki fá boltann á þessum vallarhelmingi.



Aðeins nokkrum mínútum áður gerði ég sama hlutinn og sparka boltanum þannig að markvörðurinn getur tekið markspyrnu.

Þarna ætlaði ég að gera það nákvæmlega sama. Baldur hleypur tvö til þrjú skref og hættir svo. Ég vissi það ekki og er kominn á ferð með boltann þegar ég skýt honum. Ég vissi ekki af Ómari (Jóhannssyni, markverði Keflavíkur) og horfi ekki á hann þegar ég tek skotið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×