Erlent

Hinn þýski Hrói höttur dæmdur í fangelsi

Dómstóll í Suður-Þýskalandi dæmdi í dag fyrrverandi bankastarfsmann í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa í starfi sínu fært fjármuni frá ríkum til fátækra. Maðurinn, sem nefndur hefur verið hinn þýski Hrói höttur, færði jafnvirði rúmlega 170 milljóna króna frá reikningum efnaðri viðskiptavina bankans yfir á reikninga þeirra fátækari.

Fram kemur í tilkynningu frá dómstólnum að maðurinn hafi með þessu viljað auka lánstraust efnaminni viðskiptavinanna sem ekki fengu lengur lán á venjulegum kjörum.

Ólíkt Hróa hetti gaf maðurinn sig hins vegar fram eftir að hann missti yfirsýn yfir peningamiðlunina sem staðið hafði í fimm ár. Hann mun ekki hafa hagnast sjálfur á uppátækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×