Rafmagnsnotendur á Austurlandi mega búast við tímabundnum spennubreytingum vegna spennusetningar og prófana á rafbúnaði í Fljótsdalsstöð og hjá Fjarðaráli. Afleiðingarnar geta verið blikk í ljósum notenda en þær eiga hvorki að valda tjóni á búnaði né straumleysi. Einungis er um tímabundið ástand að ræða þar til rekstur Fljótsdalsstöðvar og Fjarðaráls hefst.
Rafmagnstruflanir á Austurlandi
