Straumsvíkurkosningin hefur ekkert gildi að lögum 2. apríl 2007 06:45 Jón Sigurðsson segir ákvörðunina um að hafna stækkun þess ekki hafa neitt gildi að lögum. Steingrímur J. Sigfússon segir það lýðræðislega óhæfu ef menn ætla sér ekki að virða þessa niðurstöðu. „Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum." Kosningar 2007 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
„Það er ekki hægt að tala um neinn sigurvegara í kosningum sem fara á þessa leið. Miklu frekar væri þá að tala um bræðrabyltu," segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu kosninga um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Hann telur mikilvægt að skýrar reglur gildi um íbúakosningnar sem þessar. „Nú er það þannig að þessi ákvörðun hefur ekkert gildi að lögum. Sveitarstjórnin hefur allt vald og alla ábyrgð og getur breytt henni á morgun ef henni sýnist svo. Í þeim skilningi stenst hún að minnsta kosti ekki fram yfir næstu kosningar." Jón segist það einnig ákaflega óheppilegt að atkvæðagreiðsla sem þessi snúist gegn einu fyrirtæki. „Það er andstætt öllu frelsi í atvinnulífi og allri jafnræðisreglu." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur niðurstöðuna sögulegan sigur. „Í fyrsta lagi sigur lýðræðisins yfir afli peninganna og því hvernig stórfyrirtækið og bakhjarlar þess beittu sér. Í öðru lagi er þetta tímamótasigur í umhverfisbaráttunni." Hann segir það alveg skýrt í sínum huga að niðurstaðan er bindandi. „Það væri lýðræðisleg óhæfa og myndi valda stórstyrjöld ef menn ætluðu ekki að virða þessa niðurstöðu. Og það er enginn vafi í mínum huga að hún er hluti af vitundarvakningunni og breytingunni í þjóðarsálinni í þessum málum almennt." Jón Sigurðsson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ánægjulegt hversu góð kosningaþátttakan hafi verið. „Ég hefði kosið meira afgerandi niðurstöðu, sama á hvorn veginn þetta hefði farið, en þetta er niðurstaðan og það ber að fara eftir henni þótt þetta hafi verið knappt." Hún segir mikla pólitík hafa verið í kosningunum og að sér finnist skoðanaleysi forystumanna Samfylkingarinnar standa upp úr að þeim loknum. „Menn verða að koma hreint til dyranna en ekki að skýla sér á bak við íbúaatkvæðagreiðsluna eða þjóðaratkvæðagreiðslu í framtíðinni. Sem kjörnir fulltrúar verða menn að þora að taka afstöðu, annars eru þeir einfaldlega embættismenn." Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir hina miklu kosningaþátttöku vera sigur fyrir lýðræðið og frábæran vitnisburð um að stefna Samfylkingarinnar um beint íbúalýðræði virki. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lagði málið fyrir kjósendur og það voru engin skilyrði sett önnur en þau að einfaldur meirihluti réði. Það er algerlega ljóst að siðferðislega og pólitískt er bæjarstjórnin því bundin af þessari niðurstöðu." Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór. En ég held að það sé fyrst og fremst það að fólk vill fara sér hægar í stóriðjumálum."
Kosningar 2007 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira