Okkar aðferð virkar vel 22. júní 2007 01:15 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, virðist skemmta sér vel á leik HK og KR. Grétari Hjartarsyni KR-ingi virðist ekki eins skemmt. fréttablaðið/valli Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira