Okkar aðferð virkar vel 22. júní 2007 01:15 Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, virðist skemmta sér vel á leik HK og KR. Grétari Hjartarsyni KR-ingi virðist ekki eins skemmt. fréttablaðið/valli Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson er leikmaður sjöundu umferðar Landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann lagði grunn að sigri HK á KR í fyrrakvöld með því að halda marki sínu hreinu í 2-0 sigri sinna manna. Hann sagði að sigurinn hafi vitanlega verið sætur, en ekkert sætari en aðrir sigrar. „Mér finnst allir sigrar frábærir, hvort sem það er gegn KR eða einhverjum öðrum," sagði hann en Gunnleifur er gamall leikmaður KR. „Ég skipti yfir í KR á sínum tíma og lærði margt gott á mínum tíma þar. En ég HK-ingur að upplagi og það er félagið sem ég elska. Ég stend og fell með HK." Hann segir að sigur HK-inga hafi verið sanngjarn í þessum leik. „Við börðumst fyrir þessum stigum og nýttum okkar færi. Þeir nýttu ekki sín færi. Það eru margar leiðir til að ná árangri í fótbolta og þetta snýst ekki eingöngu um að spila sambabolta. Við verjumst vel og berjumst mikið. Það hefur skilað sér vel hingað til." Flestir þeir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu eru gáttaðir á stöðu KR í deildinni en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Menn spyrja sig hvað sé að hjá KR. „Tja, þeir eru bara ekki nógu góðir. Mér er samt eiginlega alveg sama hvað er að hjá þeim," sagði Gunnleifur og hló. Hann er ánægður með byrjun HK í mótinu en liðið er nú í fyrsta sinn í efstu deild og hefur náð tíu stigum eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar. „Við erum búnir að vinna alla okkar heimaleiki en höfum ekki verið að standa okkur nógu vel á útivelli. Það er eins og að við séum ekki með það sjálfstraust á útivöllum sem við erum með heima. Ef við náum að stappa aðeins í okkur stálinu í útileikjunum erum við í góðum málum." Árangurinn á heimavelli er glæsilegur, þrír sigurleikir og markatalan er 5-1. Á útivelli hefur HK náð einu jafntefli en tapað fjórum leikjum. Liðið hefur enn ekki skorað mark á útivelli en hefur fengið átta á sig. „Næstu þrír leikir verða allir á Kópavogsvelli en einn af þeim er „útileikur" á móti Breiðabliki. Stefnan hlýtur því að vera sett á níu stig í þessum leikjum," sagði hann. HK var nánast undantekningalaust spáð falli úr deildinni í vor og kom Gunnleifi nokkuð á óvart sú umræða sem var um liðið. „Oft fannst mér að fólk hlyti að halda að við kynnum einfaldlega ekki að sparka í bolta. Við værum bara handknattleiksfélag. En þessi umræða þjappaði okkur saman. Við erum kannski ekki að fara að rúlla upp þessu móti enda er það ekki hálfnað og við erum alls ekkert öruggir með okkar sæti í deildinni." Næsti leikur HK verður einmitt gegn grönnunum í Breiðabliki á þriðjudaginn kemur og má búast við afar athyglisverðri rimmu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira