Raunhæft að stefna á sigur 16. júní 2007 04:00 Landsliðsþjálfarinn skokkaði með liðinu á æfingu á Laugardalsvellinum í gær. Hér eru Þóra B. Helgadóttir og Sigurður Ragnar Eyjólfsson á æfingu landsliðsins. fréttablaðið/anton Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6-0 og situr í sæti númer 7 á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn. „Það er raunhæft að stefna á sigur, en þetta verður mjög erfiður leikur. Frakkar eru sterk þjóð en það má ekki gleyma því að við erum líka með marga leikmenn sem eru framúrskarandi á alþjóðlegan mælikvarða,“ sagði Sigurður. „Frakkar spila mjög góða knattspyrnu, þær halda boltanum vel og spila skemmtilega. Þær eru með nokkra mjög fljóta leikmenn, meðal annars eina allra fljótustu stelpu sem ég hef séð. Við þurfum að hafa góðar gætur á þeim því þær eru sterkar sóknarlega. Ef við spilum þéttan varnarleik og beitum öguðum skyndisóknum eigum við eftir að fá okkar færi. Þau þurfum við að nýta og þá eigum við fulla möguleika á að vinna, ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Sigurður. Landsliðsþjálfarinn hefur skoðað lið Frakka vel og meðal annars sá hann leik þeirra gegn Grikkjum. „Ég mun gera leikmönnum mínum ljóst fyrir leikinn hvernig Frakkar spila. Maður sér ákveðna rútínu hjá þeim, við þurfum að vera vakandi fyrir því. Ég hef séð nokkra leiki með þeim á spólum og svo fór ég á leikinn gegn Grikkjum.“ Gegn jafn sterku liði er eðlilegt að landsliðsþjálfarinn leggi áherslu á varnarleikinn. „Við munum leggja áherslu á þéttan varnarleik. Við erum með sterkt lið sóknarlega, liðið hefur skorað í öllum leikjum undir minni stjórn nema einum og við erum að skora meira en tvö mörk að meðaltali í leik. Við erum líka sterk í föstum leikatriðum, það þurfum við að nýta okkur,“ sagði Sigurður. Í næstu viku mæta Íslendingar Serbum, sem munu auk Frakka keppa við Ísland um laust sæti á EM. „Þessir tveir leikir núna eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, líklega mikilvægustu leikirnir. Við þurfum á góðum úrslitum á heimavelli að halda,“ sagði þjálfarinn. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira
Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6-0 og situr í sæti númer 7 á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn. „Það er raunhæft að stefna á sigur, en þetta verður mjög erfiður leikur. Frakkar eru sterk þjóð en það má ekki gleyma því að við erum líka með marga leikmenn sem eru framúrskarandi á alþjóðlegan mælikvarða,“ sagði Sigurður. „Frakkar spila mjög góða knattspyrnu, þær halda boltanum vel og spila skemmtilega. Þær eru með nokkra mjög fljóta leikmenn, meðal annars eina allra fljótustu stelpu sem ég hef séð. Við þurfum að hafa góðar gætur á þeim því þær eru sterkar sóknarlega. Ef við spilum þéttan varnarleik og beitum öguðum skyndisóknum eigum við eftir að fá okkar færi. Þau þurfum við að nýta og þá eigum við fulla möguleika á að vinna, ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Sigurður. Landsliðsþjálfarinn hefur skoðað lið Frakka vel og meðal annars sá hann leik þeirra gegn Grikkjum. „Ég mun gera leikmönnum mínum ljóst fyrir leikinn hvernig Frakkar spila. Maður sér ákveðna rútínu hjá þeim, við þurfum að vera vakandi fyrir því. Ég hef séð nokkra leiki með þeim á spólum og svo fór ég á leikinn gegn Grikkjum.“ Gegn jafn sterku liði er eðlilegt að landsliðsþjálfarinn leggi áherslu á varnarleikinn. „Við munum leggja áherslu á þéttan varnarleik. Við erum með sterkt lið sóknarlega, liðið hefur skorað í öllum leikjum undir minni stjórn nema einum og við erum að skora meira en tvö mörk að meðaltali í leik. Við erum líka sterk í föstum leikatriðum, það þurfum við að nýta okkur,“ sagði Sigurður. Í næstu viku mæta Íslendingar Serbum, sem munu auk Frakka keppa við Ísland um laust sæti á EM. „Þessir tveir leikir núna eru gríðarlega mikilvægir fyrir okkur, líklega mikilvægustu leikirnir. Við þurfum á góðum úrslitum á heimavelli að halda,“ sagði þjálfarinn.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Sjá meira