Kviknaði í út frá eldavél

Eldur kom upp í íbúð á Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur um áttaleytið í kvöld. Kviknað hafði í hlut sem skilinn var eftir á eldavél. Slökkvilið var kallað á staðinn en íbúum hafði tekist að slökkva eldinn áður en það kom á staðinn. Slökkviliðið er núna að reykræsta íbúðina. Eitthvað var um skemmdir vegna reyks en umfang þeirra er óvíst sem stendur.