Fótbolti

Byrjar sjötta sumarið á leik við FH

Alvöru próf Guðjón Þórðarson þekkir það vel að byrja sumarið á móti FH.
Alvöru próf Guðjón Þórðarson þekkir það vel að byrja sumarið á móti FH. MYND/Teitur

Guðjón Þórðarson stjórnar í dag sínum fyrsta leik í íslensku deildinni í tæp ellefu ár þegar Skagamenn fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn upp á Akranes.

Guðjón ætti að þekkja það vel að mæta FH-ingum í fyrsta leik því þetta verður í sjötta sinn á tíu tímabilum hans sem þjálfara í efstu deild þar sem að lið hans hefja mótið á leik við FH.

ÍA vann FH 1-0 í hans fyrsta leik sem þjálfara 21. maí 1987 og hann hefur góðar minningar sem þjálfari Skagamanna að opna mótið á móti FH. ÍA vann nefnilega FH 5-0 í Kaplakrika í fyrstu umferð sumarið 1993.

Það gekk ekki eins vel í hinum leikjunum á móti FH í fyrstu umferð. KA gerði 0-0 jafntefli 1989 og tapaði 0-1 árið eftir og KR tapaði 0-1 fyrir FH á heimavelli árið 1995. Skagamenn hafa aftur á móti ekki tapað opnunarleik undir stjórn Guðjóns og þeir unnu Stjörnuna 3-1 síðast 1996 þar sem Bjarni Guðjónsson skoraði tvö mörk.

Opnunarleikirnir:

1987 FH-ÍA 0-1 sigur

1988 Víkingur-KA 0-1 sigur

1989 FH-KA 0-0 jafntefli

1990 FH-KA 1-0 tap

1992 KR-ÍA 2-2 jafntefli

1993 FH-ÍA 0-5 sigur

1994 Breiðablik-KR 0-5 sigur

1995 KR-FH 0-1 tap

1996 ÍA-Stjarnan 3-1 sigur

Samantekt

Leikir9

Sigrar-jafntefli-töp5-2-2

Markatala17-5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×