Fótbolti

Ein breyting á reglunum

Aðeins ein veruleg breyting hefur verið gerð á knattspyrnulögunum fyrir tímabilið sem hefst nú í dag. Hún snýst um búningamál en ef leikmenn ætla að klæðast flíkum innan undir búning sinn, bæði treyju og buxur, verða þær að vera í sama meginlit og búningurinn.

Þetta er regla sem tekur gildi á alþjóðavettvangi þann 1. júní en strax í dag hér á landi. Ekkert segir þó um hver viðurlögin yrðu fyrir brot á þessari reglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×