Erlent

Raunsæjar myndir af lífi og tilveru Afríkubúa

Myndir sem írskur ljósmyndari hefur tekið síðustu tuttugu árin eiga að draga upp raunsæja mynd af lífi og tilveru Afríkubúa.

Ljósmyndirnar sem Írinn Pádraig Grant tók er nú til sýnis og sölu í gallerí Art Iceland í Reykjavík. Tilgangur sýningarinnar er að afla fjár fyrir samtökin IceAid, sem eru íslensk þróunar- og mannúðarsamtök, sem stofnuð voru árið 2005. Samtökin hafa meðal annars staðið fyrir byggingu munaðarleysingaheimilis í Líberíu. Pádrig vonar að myndir sínar gefi þeim sem koma á sýninguna innsýn í líf íbúa í Afríku.

Hann vonar að myndir sínar dragi upp raunsæa mynd af ástandinu þar og sýni ekki aðeins þá fáttækt sem oft sést í fjölmiðlum heldur einnig þá gleði sem íbúar álfunnar búa yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×