Enski boltinn

Chelsea vann tvöfalt í mars

Ánægður Jose Mourinho fagnaði verðlaununum ekki alveg svona mikið en var sáttur.
Ánægður Jose Mourinho fagnaði verðlaununum ekki alveg svona mikið en var sáttur. MYND/Getty

Jose Mourinho, stjóri Chelsea og markvörður liðsins, Tékkinn Peter Cech, fengu verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir marsmánuð.

Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2005 sem Mourinho er kosinn stjóri mánaðarins þrátt fyrir að hafa í millitíðinni gert Chelsea tvisvar að enskum meisturum.

Peter Cech hefur ekki áður verið valinn besti leikmaður mánaðarins og hann er fyrsti markvörðurinn sem er kosinn síðan að Tim Flowers vann verðlaunin fyrir september 2000.

Chelsea vann alla fjóra leiki sína í mars og cech fékk ekki á sig eitt einasta mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×