Enski boltinn

Er ekki að taka við Chelsea

Enn orðaður við stjórastarf hjá Chelsea.
Enn orðaður við stjórastarf hjá Chelsea. MYND/getty

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink ítrekaði í viðtali í gær að hann væri ekki að taka við Chelsea í sumar.

Orðrómur þess efnis að hann taki við af José Mourinho í sumar hefur verið þrálátur síðan talið var að kastast hefði í kekki á milli Mourinho og eiganda Chelsea, Roman Abramovich.

„Það kemur ekki til greina. Ég á enn eftir ár af samningi mínum við rússneska knattspyrnusambandið. Ég er að vonast til að komast á EM 2008 með Rússum," sagði Hiddink, sem vonast til að gera álíka góða hluti með Rússa og Suður-Kóreumenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×