Fótbolti

Slúðrið í enska í dag

Er Eiður að fara til Manchester United?
Er Eiður að fara til Manchester United? MYND/AFP

Eiður á leiðinni til Manchester United, Jerzey Dudek til Real Madrid og Darren Bent til Liverpool. Þetta er sumt af því sem ensku blöðin segja í dag að muni gerast á næstunni. BBC tekur saman slúðrið hjá blöðunum og það má finna hér.

Félagaskiptaslúður

Barcelona er tilbúið að bjóða Eið nokkurn Guðjohnsen fyrir varnarmann Manchester United Gerard Pique (Ýmsir).

United ætlar sér að halda áfram að dæla út peningum og munu bjóða 10 milljónir punda í framherja Sampdoria, Fabio Quagliarella, samkvæmt því sem umboðsmaður hans segir (Ýmsir) .

Chelsea hefur hafnað tilboði frá AC Milan í Didier Drogba (Times).

Markvörðurinn Jerzy Dudek er á leiðinni til Real Madrid (Daily Mail) .

Arsenal hefur hafið viðræður við Barcelona um sölu á Thierry Henry en talið er að hann muni kosta um 20 milljónir punda (Ýmsir).

Fulham hefur sett aukinn kraft í að reyna að fanga tvímenningana frá West Brom, Diomansy Kamara og Jason Koumas, með því að bjóða leikmenn og reiðufé (Ýmsir).

Fyrrum þjálfari Frakka og Juventus, Didier Deschamps, er einn af þeim sem orðaður er við stjórastöðuna hjá Manchester City (The Sun).

Framherji Charlton, Darren Bent, gæti verið á leiðinni til Liverpool eða Tottenham eftir að hafa hafnað tilboði frá Íslendingafélaginu West Ham (Daily Mirror) .

West Ham ætlar sér því að gera tilboð í Shaun Wright-Phillips (Daily Mirror).

Annað Slúður

Sheffield United vill fá 20 milljónir frá ensku úrvalsdeildinni ef því er ekki hleypt aftur upp í deildina (The Sun).

Frank Arnesen, tæknilegur ráðgjafi Chelsea, hefur hafnað tilboði frá Valencia þrátt fyrir að vera boðin mun hærri upphæð en hann fær hjá Chelsea (Daily Mirror).

Að Lokum

David Beckham fær væntanlega ekki riddaratign en getur huggað sig við það að Steve McClaren hefur fullyrt að hann muni halda sæti sínu í enska landsliðinu, þrátt fyrir að spila með LA Galaxy, ef hann heldur sér í því formi sem hann er núna (Daily Mail).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×