Erlent

Einn lést og fimm slösuðust

Kraftaverki þykir líkast að ekki hafi farið verr þegar hraðlest fór af sporinu á Norður-Englandi í gær. Einn farþegi lést og fimm slösuðust alvarlega.

Lestin, sem var á leið til Glasg-ow í Skotlandi, fór út af á um 150 km hraða, að öllum líkindum vegna bilaðs skiptibúnaðar á lestarteinunum. Mikil rigning var og áttu björgunarsveitarmenn í nokkrum vandræðum með að komast að slysstað vegna aurbleytu. Þegar þeir loksins komust á slysstað voru bændur á svæðinu þegar teknir að hlúa að slösuðum.

Lestin er í eigu Virgin og sagði eigandi félagsins, Sir Richard Branson, að þakka mætti nýrri og sterkbyggðri lestinni, sem og snarræði lestarstjórans, að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×