Erlent

Faðmar þétt og rænir veskjum

Í bænum Buffalo í New Yorkríki gengur lausum hala ógnvaldur mikill sem lögreglan kallar „faðmlagaþrjótinn“. Þrjóturinn er reyndar kvenkyns og stundar það að faðma fulla karla að næturlagi og ræna þá veskinu í leiðinni.

Hún situr fyrir þeim þegar þeir koma út af knæpum og „passar sig á því að þeir séu orðnir haugafullir“, segir Tom Donovan lögreglumaður. Tugir manna segjast hafa orðið fyrir barðinu á henni, en lögreglan segist viss um að fórnarlömbin séu enn fleiri. Sumir skammist sín bara of mikið til að viðurkenna það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×