Erlent

Segir fortíðina vera einkamál

Frægt varð þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti viðurkenndi árið 1992 að hafa reykt marijúana en ekki dregið reykinn ofan í sig.
Frægt varð þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti viðurkenndi árið 1992 að hafa reykt marijúana en ekki dregið reykinn ofan í sig. MYND/AP

Leiðtogi breska Íhaldsflokksins, David Cameron, neitaði í gær að hafna ásökunum um að hann hafi reykt marijúana þegar hann var unglingur og segir að stjórnmálamenn eigi rétt á því að hafa fortíð sína út af fyrir sig.

Nokkur dagblöð birtu í gær fréttir um að Cameron hefði reykt marijúana þegar hann var fimmtán ára nemandi við hinn virta Eton-einkaskóla. Þegar upp hafi komist um athæfið hafi hann verið settur í tveggja vikna straff.

Þetta kemur fram í ævisögu um Cameron sem var skrifuð í óþökk hans og kemur út í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×