Erlent

Segja Írana selja Írökum vopn

Bandarískir hershöfðingjar í Írak hafa sýnt bandarískum þingmönnum gögn um að Íranar hafi útvegað íröskum uppreisnarmönnum sprengjur.

Þetta fullyrðir öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman.

„Ég er handviss um að Íranar aðstoða fólkið sem er að myrða bandarísku hermennina í Írak,“ sagði Lieberman á laugardaginn.

Sumir þingmenn hafa lýst yfir efasemdum, enda hafi rangar upplýsingar í líkingu við þessar verið notaðar til að styðja innrásina í Írak árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×