Erlent

Þrjátíu urðu innlyksa

Björgunarfólk flytur hér lík tveggja sem létust í göngunum.
Björgunarfólk flytur hér lík tveggja sem létust í göngunum. MYND/AP

Sex létust eftir að hafa andað að sér eitruðum gastegundum þegar hópur vísindamanna og náttúruunnenda varð innlyksa neðanjarðar í Los Silos-göngunum á Tenerife, sem er ein af Kanaríeyjunum, á laugardag.

Einn náði að koma sér út úr göngunum og gera yfirvöldum viðvart. Björgunaraðgerðir voru erfiðar á vettvangi vegna hinna eitruðu gastegunda og þrengsla í göngunum.

Sex voru látnir þegar björgunarfólk kom á staðinn og sex aðrir voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu að sögn yfirvalda á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×