Erlent

Kona verður rektor Harvard

Allt stefnir í að einn virtasti háskóli heims, Harvard í Bandaríkjunum, muni á næstunni skipa konu í embætti rektors í fyrsta skipti í 371 árs sögu skólans.

Drew Gilpin Faust, 59 ára sérfræðingur í Þrælastríðinu og fyrrverandi formaður Radcliffe-stofnunarinnar í Harvard, verður í dag skipuð 28. rektor skólans. Hún tekur við af Lawrence Summers, sem vakti mikla óánægju með yfirlýsingum sínum þess efnis að konur réðu ekki við fræðimennsku.

Enginn kvenkyns kennari starfaði við skólann fyrr en 1970. Árið 1975 voru afnumdir kynjakvótar sem hindruðu fjölgun kvenkyns nemenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×