Erlent

Sökk til botns út af Jótlandi

Sovéskur kafbátur frá Kaldastríðsárunum sökk út af ströndum Jótlands á mánudag. Kafbáturinn var bæði mannlaus og vopnlaus og átti að fara á safn í Taílandi.

Báturinn var í togi áleiðis til Taílands þegar vatn komst inn í hann og sökk hann skömmu síðar. Áhöfn dráttarbátsins varð að hafa hraðar hendur og skera á dráttartaugarnar til þess að dráttarbáturinn sykki ekki líka.

Kafbáturinn var af gerðinni Whiskey. Sovétmenn byggðu meira en 200 slíka kafbáta og hafa margir þeirra verið til sölu undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×