Erlent

Salmonellufaraldur í Svíþjóð

goggar í röð. Salmonellubakterían fannst í fuglum á sjö búum í suðurhluta Svíþjóðar.
goggar í röð. Salmonellubakterían fannst í fuglum á sjö búum í suðurhluta Svíþjóðar. MYND/AP

Meira en 100.000 hænum og kjúklingum hefur verið slátrað í suðurhluta Svíþjóðar til að stemma stigu við því sem talið er vera stærsti salmonellufaraldur í alifuglum í áratug.

Lítil hætta er talin á að sýkingin geti borist í fólk að sögn yfirvalda. „Þetta er of langt aftur í framleiðsluferlinu til að skapa einhverja hættu fyrir neytendur,“ sagði Lennart Sjoland, héraðsdýralæknir í suðurhluta Skáns.

Fuglunum var slátrað eftir að salmonella fannst í fuglum á sjö búum í suðurhluta Svíþjóðar. Uppruni faraldursins var óljós en Sjoland sagði mögulegt að bakterían hefði smitast frá sýktum músum, rottum eða í gegnum fæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×