Erlent

Neytendum sagt að óttast ei

Eyðing Starfsmaður dýralæknisyfirvalda sótthreinsar fótabúnað sinn á kalkúnabúinu í Suffolk.
Eyðing Starfsmaður dýralæknisyfirvalda sótthreinsar fótabúnað sinn á kalkúnabúinu í Suffolk. mynd/ap

Að fuglaflensa af hinum skæða H5N1-stofni hafi greinst á stærsta kalkúnabúi Evrópu í Suffolk á Englandi veldur „sama og engri“ hættu á að almenningi sé hætta búin af því að neyta alifuglakjöts. Þetta fullyrti breski umhverfisráðherrann David Millibrand á mánudag.

Lokið var í gær við að slátra til eyðingar öllum þeim 159.000 fuglum sem voru í eldi á kalkúnabúi Bernard Matthews-fyrirtækisins í Suffolk. Enn er verið að reyna að komast að því hvernig smitið barst þangað, en H5N1-veiran greindist líka á aligæsabúi í Ungverjalandi í janúar. Það eru einu staðirnir í Evrópu þar sem veiran hefur greinst það sem af er vetri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×