Erlent

Funda í helgustu borg Íslam

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu höfðu forgöngu um að leiðtogar hinna stríðandi fylkinga í Palestínu, Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna, kæmu til Mekka, heilögustu borgar múslima, í gær til viðræðna í lokatilraun um að stöðva blóðug átök undanfarið.

Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, og synir hans, Sultan krónprins og Saud Al-Faisal, prins og utanríkisráðherra, tóku sérstaklega á móti Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, eins helsta leiðtoga Hamas, og þykir nærvera feðganna vera til marks um staðfestu Sádi-Araba í að binda enda á deilur fylkinganna.

Áður en Abbas hélt af stað til Mekka varaði hann við því að ef þessar viðræður bæru ekki árangur gæfi það grænt ljós á borgarstyrjöld í Palestínu að því er fram kom í líbanska dablaðinu Al-Akhbar.

Abdullah konungur sagðist í gær vonast til að staðsetning viðræðnanna myndi hafa tilætluð áhrif og að „palestínsku bræðurnir“ myndu ekki snúa aftur heim frá „helga landinu án loforðs frammi fyrir guði um að binda enda á bardaga og blóðsúthellingar“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×