Erlent

Giuliani blandar sér í slaginn um Hvíta húsið

Rudy Giuliani
Rudy Giuliani

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York í Bandaríkjunum, gaf í skyn á mánudag að það væri frekar spurning um hvenær heldur en hvort hann muni sækjast eftir tilnefningu repúblikana til forseta Bandaríkjanna þegar hann skilaði inn yfirlýsingu um framboð til alríkiskjörnefndar.

Ólíkt repúblikunum John McCain og Mitt Romney hefur Guiliani hingað til lítið viljað gefa út um hvort hann hygðist sækjast eftir tilnefningunni.

Guiliani var borgarstjóri New York þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana árið 2001. Nokkrum tímum eftir árásirnar birtust myndir af honum í sjónvarpi á vettvangi og aflaði framganga hans í kjölfarið honum mikilla vinsælda um öll Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×