Erlent

Peningafalsarar teknir í Bosníu

Hald var lagt á yfir 200.000 falsaða peningaseðla í samhæfðri aðgerð lögreglu frá fimm Evrópulöndum í bænum Banja Luka í serbneska hluta Bosníu-Herzegovínu. Níu manns voru handteknir þar og tveir til viðbótar í nágrannalandinu Króatíu.

Frá þessu er greint á fréttavef norska blaðsins Aftenposten, og að norska rannsóknarlögreglan afli nú gagna um málið þar sem hinir umsvifamiklu peningafalsarar í Banja Luka hafi ekki aðeins prentað evru- og dollaraseðla, heldur einnig norskar krónur.

Lögreglan í Bosníu telur að falsararnir hafi komið í umferð allt að 500.000 fölsuðum evruseðlum á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×