Erlent

Önnur bréfasprengja barst

Tveir slösuðust og bygging var rýmd þegar bréfasprengja, að því er talið er, sprakk í Wokingham, vestur af London, í gærmorgun. Daginn áður slasaðist kona þegar bréfasprengja sprakk í öðru fyrirtæki í miðborg London.

Lögreglan sagði of snemmt að segja um hvort þessi bréfasprengja tengdist þeirri fyrri sem barst til fyrirtækis sem innheimtir umferðarteppugjald. Fyrirtækið sem fékk bréfasprengjuna senda í gær starfar á sviði skatta og endurskoðunar auk þess að halda utan um ýmsa samninga stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×