Erlent

Stuðningsmenn ETA sprengja

Ungliðar að verki. Talsmaður bannaðs Batasuna-flokks Baska, Arnaldo Otegi, talar við slökkviliðsmenn í Bilbao.
Ungliðar að verki. Talsmaður bannaðs Batasuna-flokks Baska, Arnaldo Otegi, talar við slökkviliðsmenn í Bilbao. mynd/ap

Talið er að ungir stuðningsmenn aðskilnaðarsamtaka Baska, ETA, hafi staðið á bak við sprengingu nærri borginni Bilbao á Spáni aðfaranótt mánudags. Lestarstöð skemmdist og nokkur hús gjöreyðilögðust í eldi.

Fyrst var talið að ETA hefði verið að verki en rannsókn benti til að þetta væri verk samtaka ungra stuðningsmanna ETA. Talið var að sprengingin væri hefnd fyrir handtökur á nokkrum liðsmönnum þeirra á sunnudaginn.

ETA lýsti fyrir skömmu ábyrgð á mannskæðri sprengingu 30. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×