Erlent

ESB-fylgjendum fjölgar

Stuðningur við inngöngu Noregs í Evrópusambandið jókst um 3,6 prósent frá því í desember og mælist nú 41,8 prósent, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir blöðin Nationen, Klassekampen og Dagen. Andstæðingar aðildar mælast þó enn fleiri; 46,3 prósent. Tólf prósent eru óákveðin.

Athygli vekur að talsverður kynjamunur er á afstöðunni til ESB-aðildar. Nú styðja fimmtíu prósent norskra karla inngöngu en fjörutíu prósent þeirra eru á móti. Hlutfallið er öfugt meðal kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×